Jólastund starfsmanna haldin í flugskýlinu

Fimmtudagur 19. desember 2013

Í gær var haldin jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Halldór Halldórsson, staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli las upp úr jólaguðspjallinu og Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri minntist þeirra samstarfsfélaga sem létust á árinu.  Þá fengu heiðursafmælisbörn ársins afhentar gjafir. Að því loknu kom sönghópurinn Lyrika og söng svo sannarlega jólin inn fyrir Landhelgisgæsluna.

Boðið var upp á jólalegar veitingar að hætti Jóhanns Gunnars Arnarsonar og Bergvins Gíslasonar bryta varðskipanna en þeim til aðstoðar voru Guðrún Hildur Einarsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir hásetar.

Var þetta hátíðleg stund sem starfsmenn allra deilda Landhelgisgæslunnar áttu saman í flugskýlinu.  Sérlega ánægjulegt var að starfsmenn Landhelgisgæslunnar á ratsjárstöðvunum Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi voru allir í fyrsta sinn viðstaddir þessa hátíðarstund starfsmanna.


Halldór Halldórsson, staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli las upp úr jólaguðspjallinu


Heiðursafmælisbörn ársins, Róbert Þór Gunnarsson, deildarstjóri tölvudeildar, Tryggvi Ólafsson, vélstjóri, Ólafur Pálsson,  vélstjóri, Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Rannveig Friðriksdóttir, bókari, Skúli S. Jóhannesson, varðmaður og Þórður Jóhannesson, varðmaður ásamt Svanhildi Sverrisdóttur, mannauðsstjóra sem afhenti afmælisgjafirnar.


Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri minnist þeirra samstarfsfélaga sem létust á árinu


Lyrika sungu inn jólin


Halldór B. Nellett, skipherra og Snorre Greil, stýrimaður


Helgi Jónsson, greiningarfulltrúi og Björgvin Ingimarsson, kerfisstjóri


Viggó M. Sigurðsson, sigmaður/stýrimaður, Páll Geirdal, yfirstýrimaður, Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra,
Björn J. Gunnarsson, háseti og Jóhann Örn Sigurjónsson, háseti


Ágúst Ómar Valtýsson, vélavörður, Ólafur Pálsson, yfirvélstjóri. Egill H. Bjarnason, vélstjóri, Hjörtur Þórarinsson, vélstjóri.


Hjalti Garðarsson, umsjónarmaður Keflavík, Halldór Halldórsson, staðarumsjónarmaður og Ólafur B. Sveinsson, umsjónarmaður, Gunnólfsvíkurfjalli, Guðmundur Ragnarsson, umsjónarmaður Bolafjalli, Georg Einir Friðriksson, sviðsstjóri, Guðmundur Ólafsson, umsjónarmaður Stokksnesi og Sigurjón Björnsson, staðarumsjónarmaður Stokksnesi.


Haraldur Ö. Haraldsson, smiður, Þórður Jóhannesson, varðmaður og Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaðurGlæsilegar veitingar að hætti Jóhanns Gunnars Arnarsonar og Bergvins Gíslasonar bryta varðskipanna