TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann á Lyngdalsheiði

Laugardagur 28. desember 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF sótti í dag mann sem slasaðist á vélsleða í Langadal suður af Skjaldbreið. Farið var í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 14:08 og lent á slysstað kl. 14:32, var maðurinn fluttur um borð í þyrluna og búið um meiðsli hans. Var farið að nýju í loftið kl. 14:57 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:07.