Bandaríska skútan Vamos sennilega sokkin - neyðarsendir út skútunni fundinn

Þriðjudagur 25. október 2005.

Þyrla frá danska  varðskipinu Hvidbjörnen fann nýlega neyðarsendi skútunnar Vamos skammt undan strönd Grænlands en eins og fram kom í fréttum 27. september sl. björguðu áhafnir þyrlunnar Lífar og flugvélarinnar Synjar einum skipbrotsmanni af skútunni en félagi hans fórst.

Áður en Adam skipstjóri skútunnar var hífður frá borði gekk hann frá neyðarsendinum inni í lokaðri skútunni.  Þar af leiðandi er nokkuð víst að skútan er sokkin, þ.e. þar sem neyðarsendirinn fannst á floti í sjónum.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.