Undirbúningur fyrir æfinguna Iceland Air Meet stendur yfir

Mánudagur 20. janúar 2014

Fjölþættur undirbúningur stendur nú yfir fyrir æfinguna „Iceland Air Meet 2014“ (IAM2014) sem mun fara fram samhliða loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland en hún verður að þessu sinni í umsjón flugsveitar norska flughersins. Sænskar og finnskar flugsveitir taka þátt í æfingunni auk Norðmanna.

Hér er mynd sem var tekin í Bodö í Noregi í síðustu viku sem sýnir finnska björgunarþyrlu um borð í flutningaskipi sem eru nú á leið til Íslands. Hér er einnig myndskeið sem var sýnt í norskum fjölmiðli og sýnir finnsku þyrlunni ekið í gegnum Bodö áleiðis að flutningaskipinu, smellið hér

Æfingin þjónar m.a. þeim tilgangi að þjálfa þjóðirnir í að flytja mannaafla og búnað til björgunarstarfa fjarri heimahögum og íslenska samstarfsaðila í að taka á móti og þjónusta svo fjölmennt björgunarlið.

Nánar um æfinguna og loftrýmisgæslu.

Hér er einnig frétt um verkefnið á vef Atlantshafsbandalagsins