Finnskar björgunarþyrlur komnar til landsins

Fimmtudagur 23. janúar 2014

Í gær komu til landsins tvær finnskar björgunarþyrlur af gerðinni NH-90 sem munu taka þátt í æfingunni Iceland Air Meet 2014 sem hefst þann 3. febrúar nk. Þyrlurnar voru fluttar til landsins með flutningarskipinu MIMER ásamt ýmsum búnaði sem Norðmenn, Svíar og Finnar munu nota á næstu vikum í tengslum við æfinguna.

Samhliða æfingunni Iceland Air Meet 2014 munu Norðmenn sinna loftrýmisgæslu hér við land, sjá frétt á heimsíðu norska varnarmálaráðuneytisins.

Sjá nánar upplýsingar um verkefnin.

Myndin á forsíðunni er tekin af Víkurfréttum.


Undirbúið að afferma MIMER. Mynd LHG Keflavík.


Mynd LHG Keflavík.


Þyrlan klár fyrir flugtak.Mynd LHG Keflavík.


NH-90 björgunarþyrla. Mynd Trond Hoyvik.