Norskum loðnuskipum fjölgar fyrir austan land

  • lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Föstudagur 24. janúar 2014

Níu norsk loðnuskip eru nú komin til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar og eru þau við leit djúpt A - af Gerpi. Í reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2013/2014 segir að norskum skipum sé heimilt að veiða samtals 40.869 lestir í efnahagslögsögu Íslands og er þeim aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í efnahagslögsögu Íslands til 15. febrúar 2014 og norðan við 64°30´N. Í reglugerðinni segir ennfremur að við veiðar innan efnahagslögsögunnar takmarkast fjöldi norskra skipa, sem fá leyfi til að veiða samtímis, við 25. Ekki skulu fleiri en 10 færeysk skip stunda loðnuveiðar samtímis. Óheimilt er að hefja veiðar í fiskveiðilandhelginni nema fyrir liggi staðfesting frá Landhelgisgæslu Íslands um að fjöldi skipa sé innan tilskilinna marka.

Sjá nánar reglugerð.