Kafarar Landhelgisgæslunnar og Leiftur tóku þátt í leit

Þriðjudagur 4. febrúar 2014

Landhelgisgæslan tók í gærkvöldi þátt í leit sem fór fram við Reykjavíkurhöfn eftir að tilkynning barst um að maður hefði lent í sjónum. Maðurinn sást ganga út á varnargarðinn um klukkan 21:00 og þegar hann skilaði sér ekki til baka voru viðbragðsaðilar kallaðir út.

Kafarar Landhelgisgæslunnar og áhöfn á harðbotna bátnum Leiftri voru við leit frá um 22:00 til 00:30 eða þar til leit var hætt.