Sprengjusérfræðingar eyddu tundurdufli sem barst í veiðarfæri

Miðvikudagur 5. febrúar 2014

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning um að tundurdufl hefði borist í vörpu BERGEY VE 544 úti fyrir Austfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með sprengjusérfræðinga LHG og búnað um borð í varðskipið Þór sem flutti þá áfram um borð í Bergeyju. Ekki var talin þörf á að flytja áhöfn Bergeyjar frá skipinu og gerðu sprengjusérfræðingar tundurduflið óvirkt um borð.

Um var að ræða  þýskt tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni með 350 kg hleðslu.

Skipið sigldi að minni Reyðarfjarðar þar sem tundurduflinu var eytt. Varðskipið Þór fylgdi skipinu eftir.Duflinu slakað í léttabát Þórs og með honum var því komið á þann stað sem því var eitt.

Þráðurinn sem lá í duflið lýsist upp þegar duflinu er eytt.Mynd sem sprengjusérfræðingar tóku af sprengiefnatunnunni

Þverskurðarmynd af þýsku dufli eins og þeim sem lagt var út frá kafbátum Þjóðverja við Austfirði.

Kort af þeim svæðum þar sem talið er að þessum duflum hafi verið lagt. Smellið á til að fá stærri útgáfu á pdf.


Myndir fyrir neðan: Friðrik Elís Ásmundsson.