Yfirmaður CAOC Uedem heimsótti Landhelgisgæsluna og IAM 2014
Mánudagur 17. febrúar 2014
Yfirmaður sameiginlegrar loftrýmiseftirlits og loftrýmisgæslustöðvar Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi, (Combined Air Operations Centre Uedem- CAOC Uedem ), Luitenant General Wundrak heimsótti Ísland dagana 13. - 14. febrúar. CAOC Uedem er ein af tveimur miðstöðvum NATO og sún sem er norðan Alpafjalla. Stjórnstöð NATO í Keflavík „Control and Reporting Center (CRC) hluti af stjórnkerfi CAOC Uedem. Landhelgisgæsla Íslands rekur stjórnstöðina í Keflavík.
Luitenant General Wundrak kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslu Íslands, heimsótti flugsveitir Norska, Finnska og Sænska flughersins sem eru hér á landi vegna þjálfunarverkefnisins Iceland Air Meet 2014. Auk þess heimsótti hann skrifstofu almannaöryggis hjá innanríkisráðuneytinu.
Mynd Baldur Sveinsson.