Fjölbrautarskóli Suðurnesja heimsótti ÞÓR
Miðvikudagur 5. mars 2014
Á dögunum komu í heimsókn um borð í varðskipið ÞÓR nemendur af vélstjórnabraut Fjölbrautarskóla Suðurnesja ásamt kennurum. Eins og gefur að skilja var áhugi þeirra mestur á því sem viðkemur vélbúnaði skipsins, fengu þeir miklar og góðar upplýsingar frá vélstjórnamönnum skipsins varðandi hina ýmsu þætti er snúa að getu skipsins (hvað vélbúnað varðar) til hinna ýmsu verkefna sem upp geta komið.
Farin var skoðunarferð um skipið og ekki var annað að sjá en að hópurinn væri sáttur með það sem fyrir augu bar. Alls voru um 20 manns sem komu í þessa heimsókn, 17 nemendur og þrír kennarar. Voru þeir ferjaðir um borð á léttbátum úr smábátahöfninni í Grófinni í Reykjanesbæ og skilað þangað aftur að heimsókn lokinni.
Myndir af gestum og áhöfn v/s ÞÓRS.
Mynd af v/s ÞÓR - Guðmundur Birkir Agnarsson.