Varðskipið Þór kominn til Reykjavíkur eftir tveggja mánaða fjarveru

Fimmtudagur 6. mars 2014

Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir nærri átta vikna eftirlits- og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hófst leiðangurinn á suðvesturmiðum, austur- og norðausturmið þar sem farið var til eftirlits með loðnuveiðum. Var síðan haldið á suðausturmið og norður fyrir land. Farið var til eftirlits í íslensk og erlend skip og var varðskipið einnig haft til sýnis á Seyðisfirði þar sem 207 gestir komu um borð.

Nokkur sérverkefni komu upp í ferðinni,  Þann 5. janúar fékk togbáturinn Bergey tundurdufl í vörpuna A-af Hvalbak og flutti þyrlan TF-GNA sprengjusérfræðinga og búnað þeirra um borð í Þór og voru þeir fluttir þaðan um borð í Bergeyju. Tundurduflinu var síðan eytt í utanverðum Reyðarfirði. Einnig var óskað eftir aðstoð Þórs þegar flutningaskipið Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn. Ekki var síðan þörf á aðstoð varðskipsins þar sem skipið losnaði af sjálfdáðum af strandstað.

Ýmsar æfingar, þjálfanir ásamt vinnu við tæki og búnað fór fram í ferðinni, m.a. björgunaræfingar, æfð notkun HIFR þyrlueldsneytisbúnaðar og búnaðar sem er er notaður þegar skip eru tekin í tog, FI FI slökkvikerfi skipsins var prófað og fleira.


Tundurdufli eytt í utanverðum Reyðarfirði



Slökkvikerfi Þórs var prófað á Eyjafirði