TF-GNA sótti vélsleðamann sem slasaðist á Þorskafjarðarheiði

Fimmtudagur 6. mars 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var kölluð út kl. 12:25  eftir að vélsleðamaður fór fram af snjóhengju á Þorskafjarðarheiði. Þyrlan fór í loftið kl. 12:45 og var haldið beint á staðinn. Þegar komið var á staðinn var björgunarsveit frá Reykhólum þegar komin á staðinn og var farin að hlúa að manninum. Var hann illa slasaður á fæti en stöðugur og vel áttaður. Var hann fluttur um borð í þyrluna sem flaug beint á Borgarspítalann þar sem lent var rétt fyrir kl. 15:00.

Myndir frá áhöfn TF-GNA.