Veikur skipverji sóttur austur af Horni
Þriðjudagur 11. mars 2014
Landhelgisgæslunni barst kl. 09:05 í morgun aðstoðarbeiðni frá línuveiðiskipi, sem var staðsett um 20 sjómílur austur af Horni, vegna skipverja með brjóstverk. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar og sigldi skipið á auknum hraða að landi.
Þyrlan fór í loftið kl. 09:59 og kom að skipinu kl 11:10. Sjúklingur var undirbúinn fyrir flutning og síðan hífður upp í þyrluna. Flogið var beint til Reykjavíkur og lent við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 12:32.
Mynd af TF-LIF Baldur Sveinsson.