TF-SYN með sýningaratriði á Flugdeginum Reykjavíkurflugvelli

Föstudagur 30. maí 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN tók í gær þátt í flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli. Þar voru tugir flygilda til sýnis allt frá stórum farþegaflugvélum til flugmódela. Í loftinu voru fjölbreytt sýningaratriði sem sýndu flóruna í íslenskum flugheimi. TF-SYN var með sýningaratriði ásamt Hercules flutningavél, Boeing 757 vél Icelandair, einnig var listflug og margt fleira .

Hér er myndskeið sem sýnir flug TF-SYN.