TF-SIF flaug yfir Vatnajökul við komuna til landsins

Þriðjudagur 19. ágúst 2014

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar kom til Reykjavíkur í kvöld en eins og komið hefur fram var vélin kölluð heim til að taka þátt í viðbúnaði vegna jarðskjálftavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli. Fyrir komuna til Reykjavíkur var flogið yfir Vatnajökul og safnað gögnum með eftirlits- og ratsjárbúnaði flugvélarinnar.

Skýjað var yfir jöklinum norðanverðum en hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar úr ratsjárbúnaði af Kistufelli og Bárðarbungu. Ákvörðun um næstu skref verður tekin í samráði við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Kistufell


Kistufell


Bárðabunga.


Bárðarbunga