Gögnum safnað við Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum

Miðvikudagur 20. ágúst 2014

TF-SIF lenti í Reykjavík kl. 19:50 eftir sjö klukkustunda eftirlitsflug með vísindamenn frá Veðurstofu og Jarðvísindastofnun vegna jarðhræringa í Bárðarbungu. Flogið var norður fyrir Vatnajökul þar sem Bárðarbunga var mynduð með ratsjá, eftirlitsbúnaði og hitamyndavél, ásamt Jökulsá á Fjöllum. Einnig var flogið yfir svæðið í leit að ferðamönnum sem gætu verið inni á lokunarsvæði. Tekið var hlé frá eftirliti þegar haldið var til eldsneytistöku á Egilsstöðum og var síðan haldið áfram þar sem frá var horfið. Leit á svæðinu gekk erfiðlega vegna skýjafars og var klukkan 19.30 ákveðið að halda til Reykjavíkur. Ákvörðun um næstu skref verða tekin í samráði við Almannavarnadeild RLS.


Bárðarbunga


Jökulsá á Fjöllum


Mynd af Öskjuvatni og nágrenni tekin með ratsjá


Radarmynd af Jökulsá á Fjöllum


Hér sést Skaftá, Langisjór og svæði vestan Vatnajökuls.