Radarupplýsingar TF-SIF bornar saman við fyrri gögn

Sunnudagur 24. ágúst 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í gær með vísindamenn frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna aukinna jarðhræringa við Bárðarbungu. Farið var í loftið kl. 13:40 og komið á svæðið kl. 14:05. Var þá bjart yfir og enginn gosmökkur sjánlegur.  Árnar Sveðja og Sylgja, auk jökulsáa vestan til voru eðlilegar. Ekkert vatn sást koma undan vestanverðum Dyngjujökli. Einnig var Skjálfandafljót og ár í Vonarskarði eðlilegar.

Var þá hækkað flugið og teknar radarmyndir úr hæð af Dyngjujökli. Ekki voru sjáanleg nein ummerki um gos, ekkert aukið vatnsflæði né aflögun á jökli. Þegar búið var að skoða allt svæðið í þaula var ákveðið að halda til Reykjavíkur þar sem lent var kl. 17:30.

Hér eru radarmyndir úr fluginu í gær bornar saman við eldri gervitunglamynd ásamt túlkun á upplýsingunum.  Myndirnar með skýringum eru frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Smellið hér. 


Myndin  á vef Jarðvísindastofnunar unnin upp úr radarupplýsingum frá í gær.


Vestanverður Dyngjujökull.


Dyngjujökull og Jökulsá á Fjöllum.

Myndir úr ratsjár- og eftirlitsbúnaði TF-SIF.