Leiðangur með TF-SIF til að skoða eldstöðvar í Holuhrauni

Föstudagur 29. ágúst 2014

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun eftir að eldgos hófst í nótt í Holuhrauni, norður af Dyngjujökli.

Farið var í loftið kl 09:30 og lent aftur í Reykjavík klukkan 13:00. Eldgosið sem hófst á miðnætti stóð að líkindum í þrjá eða fjóra klukkutíma og er því lokið. Gígaröðin er 900 metra löng og liggur hún um fimm kílómetra frá jökulröndinni.

Hér eru myndir sem voru teknar í eftirlitsbúnaði TF-SIF og sem Golli ljósmyndari tók í fluginu.

Ljósmyndir Golli


Gos í Holuhrauni. Mynd Golli.Magnús Tumi fylgist með gagnaöflun stýrimanna Landhelgisgæslunnar. Mynd Golli.


Vísindamenn skoða gögn.

Kl 10:40 var staðfest að ekki kemur lengur hraun úr sprungunni, eingöngu gufustrókarRadarmynd af nýju gígaröðinni í Holuhrauni.


Gos í Holuhrauni. Mynd Golli.


Gos í Holuhrauni. Mynd Golli.