Íhlutunarrétti beitt við björgun Green Freezer - Varðskipið Þór mun hefja björgunaraðgerðir 

Föstudagur 19. september 2014 kl. 00:50

Landhelgisgæslan tók í kvöld ákvörðun um að beita íhlutunarrétti, í samræmi við lög um verndun hafs og strandar vegna flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við Umhverfisstofnun.

Varðskipið Þór mun í birtingu hefja björgunaraðgerðir sem miða að því að losa flutningaskipið Green Freezer af strandstað og draga skipið á öruggt svæði. 

Mynd Sigurður Ásgrímsson.