Danska varðskipið Triton sækir skipverja sem slasaðist um borð í Reykjafossi

Þyrla varðskipsins lendir í Reykjavík um miðnætti

Laugardagur 27. september 2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:40 tilkynning frá björgunarstöðinni í NUUK Grænlandi ´s um að þeim hefði borist aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Reykjafoss vegna manns sem slasaðist um borð. Reykjafoss var þá staðsettur rúmlega 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. 

Björgunarmiðstöðin óskaði eftir að danska varðskipið Triton myndi sækja manninn en það var þá 285 sml NNA frá Reykjafossi. Skipin hafa í dag verið að sigla á móti hvort öðru og mun þyrla frá Triton verða hjá Reykjafossi um kl 20:00 í kvöld til að taka þann slasaða. Þaðan fer þyrlan aftur um borð í Triton til að taka eldsneyti og mun halda til Reykjavíkur um leið og vélinni verður fært til Reykjavíkur vegna fjarlægðar. Gert er ráð fyrir að þyrlan verði í Reykjavík um miðnætti. 

Mynd Gassi


Danska varðskipið Triton