Tékknesk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu

  • Bolafjall5

Fimmtudagur 2. október 2014

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 9. október nk. með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 80 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).  Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C Gripen orrustuþotur.  

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 10. - 17. október.

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland og samninga sem í gildi eru. Ráðgert er að verkefninu ljúki  í desember.

Myndin sýnir ratsjárstöðina á Bolafjalli.

Sjá frétt NATO á Facebook.