TF-GNA orðin appelsínugul

Föstudagur 17. október 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti í Reykjavík í gærkvöldi eftir langa fjarveru en þyrlan var staðsett í Noregi þar sem hún fór m.a. í umfangsmikla skoðun og var síðan málið í nýjum lit þyrlna Landhelgisgæslunnar. 

Eru nú tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem bera þann lit, TF-GNA og TF-SYN.