Sjávarfallatöflur fyrir árið 2015 komnar út
Miðvikudagur 29. október 2014
Landhelgisgæslan hefur nú gefið út hina árlegu Sjávarfallatöflu og Sjávarfalla almanak fyrir árið 2015.
Sjávarfallatöflurnar hafa að geyma sjávarfallaspá fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Siglufjörð, Djúpavog og Þorlákshöfn.
Sjávarfallaspáin er nú í fyrsta skipti gefin út fyrir Þorlákshöfn. Sjávarfallaalmanakið er eingöngu fyrir Reykjavík.
Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og sjókortum á Íslandi og sér sjófarendum við strendur Íslands fyrir sjókortum og ýmsum öðrum sjóferðagögnum er stuðla að auknu siglingaöryggi. Landhelgisgæslan stundar sjómælingar og gefur út yfir 70 sjókort, yfirsiglinga-, strandsiglinga- og hafnakort. Samkvæmt reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa þarf sérhvert skip að hafa nýjustu útgáfu nauðsynlegra sjókorta um borð.
Sölustaðir fyrir ofangreindar útgáfur eru:
Höfuðborgarsvæðið:
Víking Björgunarbúnaður ehf
Íshellu 7, 221 Hafnarfjörður
Sími: 551 5475 / 544 2270 Fax: 544 2271
ajo@viking-life.com
Akureyri:
Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands,
Draupnisgötu 3, 603 Akureyri.
Sími: 462 6040 GSM: 898 3366 Fax: 461 1790
gummibatar@tpostur.is
Einnig hefur Kortaskráinog Vitaskráinverið uppfærð og hægt að sækja á pdf formi hér.
Sú breyting er gerð nú að þessar útgáfur eru ekki lengur prentaðar en hægt er að sækja þær á vef Landhelgisgæslunnar www.lhg.is eða www.sjokort.is.
Ætlunin er að útgáfurnar verið uppfærðar reglulega eða eftir því sem tilefni er til.
Sjá nánar hér.