Þór við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins

Laugardagur 22. nóvember 2014

Varðskipið Þór hélt í gær úr höfn í Reykjavík. Skipið verður næstu vikur við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins. Í dag skipti áhöfn varðskipsins um öldumælisdufl út af Garðskaga og að vanda verður áhöfnin, samhliða eftirliti, við ýmsa þjálfun og æfingar, m.a. með þyrlu LHG. 


CIMG0886