Sóttu veikan sjómann á Vestfjarðamið

Föstudagur 5. desember 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12:50 þegar beiðni barst um að sækja veikan sjómann um borð í fiskiskip sem var staðsett 30 sml NV af Ísafjarðardjúpi. Þegar útkallið barst var þyrlan staðsett í verkefni fyrir almannavarnir við gosstöðvarnar í Bárðarbungu. Var samstundis flogið til eldsneytistöku á Akureyri og síðan beint í útkallið.

Komið að fiskiskipinu við mynni Önundafjarðar. Stýrimaður seig um borð og undirbjó sjúkling fyrir flutning og var hann síðan hífður um borð í þyrluna. Flogið var beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent kl. 16:59.

Mynd Baldur Sveinsson.