Æfing þyrlu LHG með undanförum björgunarsveitanna

Mánudagur 8. desember 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tók um helgina þátt í æfingu með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) sem fór fram á Sandskeiði. Í æfingunni var þjálfað verklag og ýmsir þættir sem mikilvægir eru við björgunaraðgerðir í óbyggðum.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir SL eiga í miklu samstarfi og er þjálfun sem þessi afar mikilvæg. Undanfarar eru oft sendir með þyrlu LHG í björgunaraðgerðum og eins eru félagar björgunarsveitanna oft fyrstir á vettvang og taka á móti þyrlunni við komu á slysstað.

Að lokinni æfingu lenti þyrlan og þyrluáhöfnin fór yfir málin með björgunarsveitarmönnum.  Voru allir mjög sáttir og töldu æfinguna hafa skilað því sem þeir óskað var eftir. 

Myndir Kjartan Long.