Varðskipið Týr eina íslenska skipið á sjó yfir hátíðarnar

  • _MG_9304

Miðvikudagur 24. desember 2014

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar. Engin íslensk fiskiskip verða á sjó yfir jólin en samkvæmt varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða nokkur erlend leigu- og fragtskip á siglingu innan íslenska hafsvæðisins.

Eina íslenska skipið sem verður á sjó yfir hátíðarnar er varðskipið Týr sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi vegna verkefna fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex. Áhöfn varðskipsins sendir samstarfsmönnum og landmönnum öllum jólakveðju. 


Áhöfn Týs yfir jólin. Áhafnarskipti verða milli jóla- og nýárs.