Verkfalli flugvirkja aflýst - nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður
Nú rétt um hálfeitt eftir miðnætti tókust samningar milli Flugvirkjafélags Íslands og samninganefndar ríkisins vegna flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. Fyrirhuguðu verkfalli flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur því verið aflýst.