Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist við Lambafell

Laugardagur 24. janúar 2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:28 í dag þegar þyrlan var við æfingar á Sandskeiði með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja mann sem var talinn fótbrotinn við Lambafell. Ákveðið var að björgunarsveitarmenn færu með þyrlunni í útkallið og fór hún fór í loftið kl. 13:34. 

Lent var við slysstað kl. 13:40 og var búið um meiðslu mannsins. Var hann síðan fluttur um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 14:00.  Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 14:16 þar sem sjúkrabíll beið og flutti manninn Landspítalann.  

Mynd Kjartan Long.