Störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi vekja heimsathygli

  • Fjölmiðlafólkið fylgist með uppgönguæfingu hjá áhöfninni

Fimmtudagur 12. febrúar 2015

Störf Landhelgisgæslunnar við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi með varðskipi og flugvél hafa vakið heimsathygli.  Margir erlendir fjölmiðlar hafa óskað eftir að fá að fylgjast með störfum okkar fólks sem oftar en ekki starfar við afar erfiðar aðstæður við björgun flóttamanna.  Í síðustu viku bauðst erlendum fjölmiðlum að koma um borð í varðskipið Tý, hitta áhöfnina og fylgjast með þeim við störf.  Var þetta meðal annars fjölmiðlafólk frá BBC, Le Figaro, Radio France, Voice of America, El Sevier, AFP, ARD og El Pais svo eitthvað sé nefnt.  Áður höfðu fulltrúar fjölmargra annarra fjölmiðla komið um borð svo sem frá Sueddeutsche og Dailymail.

Sigldu fulltrúar fjölmiðlanna í tæpan sólarhring með varðskipinu.  Ekki aðeins fengu þeir að fylgjast með því hvernig varðskip og flugvél Landhelgisgæslunnar vinna saman við eftirlit á svæðinu og björgun flóttamanna heldur fengu þeir einnig að kynnast þeim veðuraðstæðum sem þarna eru og þar með þeim veruleika sem blasir við flóttamönnum sem jafnvel eru skildir eftir á stjórnlausum skipum úti á rúmsjó við hrikalegar aðstæður.  Fagmennska og kunnátta okkar fólks vakti mikla athygli og var áhöfninni fylgt eftir við skipulagningu og samhæfingu aðgerða og æfingar.

Uppgönguæfing   Uppgönguæfing

Hér má sjá sýnishorn af umfjöllun erlendra fjölmiðla um störf Landhelgisgæslunnar á þessum vettvangi.

http://www.franceinfo.fr/actu/europe/article/en-mediterranee-bord-d-une-patrouille-frontex-642489

http://www.dailymail.co.uk/wires/ap/article-2929417/Human-smugglers-turn-cargo-ships-ferry-fleeing-Syrians.html

http://news.yahoo.com/human-smugglers-turn-cargo-ships-ferry-fleeing-syrians-072533861.html

http://www.sueddeutsche.de/politik/mittelmeer-mission-von-frontex-bewachen-nicht-leben-retten-1.2344517

http://www.sfgate.com/world/article/Human-smugglers-turn-to-cargo-ships-to-ferry-6046571.php