Varðskipið Þór við eftirlit á Austfjarðarmiðum
Varðskipið Þór er þessa dagana við eftirlit og öryggisgæslu á Austfjarðarmiðum. Undanfarnar vikur hefur Þór fylgt norskum loðnuskipum fyrir Norðurlandi en norsku skipin hafa nú lokið veiðum á Íslandsmiðum og eru haldin á aðrar slóðir. Þór mun verða á loðnumiðunum við Suðausturland næstu daga við eftirlit og æfingar. Veður hefur verið heldur leiðinlegt á miðunum undanfarin misseri en hverju sinni leitast Landhelgisgæslan við að hafa varðskip á þeim slóðum sem skipaumferð er hvað mest.