Þyrla Landhelgisgæslunnar við eftirlit með loðnuskipum út af Vesturlandi og Vestfjörðum

Nokkur loðnuskip hafa undanfarið verið við veiðar út af Bjargtöngum en veiði hefur verið frekar dræm undanfarna daga. Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á miðunum út af Vesturlandi og Vestfjörðum í dag voru flest skipin á leið í var eða til lands en spáð er versnandi veðri á svæðinu á morgun.

Á myndinni er færeyska loðnuskipið Finnur Fríði á suðurleið út af Látrabjargi en sem stendur eru fimm færeysk loðnuskip við veiðar innan íslenskrar lögsögu.