Búið að ná Kára-AK033 af strandstað
Nú klukkan 15:05 var Kári AK-033 dreginn af strandsstað, um klukkutíma fyrir háflóð. Aðgerðir gengu mjög vel og er áætlað að báturinn verði dreginn annað hvort til Akraness eða Reykjavíkur en ljóst er að gera þarf við stýrisblað og skrúfu bátsins.