Tundurduflið úr skuttogaranum Bjarti gert óvirkt
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu í nótt tundurdufl frá skuttogaranum Bjarti sem hann fékk í veiðarfærin er hann var á veiðum í Rósagarðinum við Suðausturland sem er þekkt tundurduflasvæði.
Eftir að sprengjusérfræðingarnir höfðu gert duflið öruggt til flutnings var það fjarlægt frá borði og komið fyrir á öruggum stað í landi þar sem því var eytt. Gekk aðgerðin vel fyrir sig.
Á meðfylgjandi mynd má sjá sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar við duflið eftir að búið var að gera það óvirkt.