Áhöfn á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar sækir veikt barn til Vestmannaeyja

  • LIF1_HIFR

Áhöfnin á þyrlunni TF-LIF sótti í dag ársgamalt barn til Vestmannaeyja en læknir í Vestmannaeyjum hafði metið það nauðsynlegt að koma barninu sem fyrst á sjúkrahús í Reykjavík. Vegna veðurs var ófært fyrir sjúkraflugvél og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Fór þyrlan í loftið frá flugskýli Landhelgisgæslunnar rétt rúmlega 14:00 í dag. Gekk flugið vel og lenti þyrlan við flugskýli Landhelgisgæslunnar tæpar tuttugu mínútur í fjögur þar sem sjúkrabíll var tilbúinn til að flytja barnið á Landspítala Háskólasjúkrahús.