Óskað aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bílslyss

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rúmlega hálfníu í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna bílslyss undir Ingólfsfjalli. Flaug þyrlan TF-LIF til móts við sjúkrabíl sem var á leið til Reykjavíkur og tók um borð einn hinna slösuðu. Var flogið með hann á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem lent var rétt fyrir hálftíu.