Varðandi sjósókn standveiðibáta daginn eftir sjómannadag

  • _MG_0659

Af gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan koma á framfæri eftirfarandi tengli sem birtur hefur verið á vef Fiskistofu varðandi sjósókn strandveiðibáta daginn eftir sjómannadag.

http://www.fiskistofa.is/ymsaruppl/tilkynningar/nr/1296

Í lögum um sjómannadag frá 1987 segir eftirfarandi í fimmtu grein:

 5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.

Landhelgisgæslan hefur ekki heimild til að túlka lagarammann með öðrum hætti en í honum stendur.  Í reglugerð um strandveiðar segir að eigandi þurfi að vera lögskráður um borð og í tilfellum strandveiðibáta er hann oftar en ekki einnig fulltrúi skipsáhafnar. Það er því þess aðila að meta hvort mikilvægir hagsmunir séu í húfi sem heimili þar með að halda til veiða upp úr miðnætti aðfaranótt mánudags.