Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnarleit

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í dag beiðni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra um þyrlu til þess að leita svæðið milli Dettifoss og Ásbyrgis í vestur þar sem lögreglunni höfðu borist upplýsingar um að hvítabjörn hefði sést í Jökulsárgljúfrum. Mikill fjöldi ferðmanna er jafnan á þessu svæði og var því talin ástæða til þess að hefja leit.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór frá flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:16 og framkvæmdi ítarlega leit á svæðinu. Engin ummerki fundust um hvítabjörn og var leit hætt nú síðdegis.