Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA eru nú í sjúkraflugi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálffimm í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna hjartveiks manns vestast á Snæfellsnesi. Stuttu síðar barst önnur beiðni vegna hjartveiks ferðamanns sem staddur var á Hornbjargi. Fór þyrlan TF-GNA á Snæfellsnes og TF-LIF á Hornbjarg og eru báðar komnar á vettvang. Aðstæður við Hornbjarg eru erfiðar vegna þoku.
Er áætlað að báðar þyrlurnar lendi í Reykjavík um kvöldmatarleyti.