Ferð varðskipsins Þórs með Lagarfoss í togi gengur vel

Varðskipið Þór er nú vestur af Surtsey með flutningaskipið Lagarfoss í togi. Stýrið á Lagarfoss bilaði djúpt suður af landinu í fyrradag og var Þór sendur honum til aðstoðar. Ferð skipanna gengur vel og örugglega. Veðuraðstæður töfðu aðeins för í upphafi en aðgerðir eru nú samkvæmt áætlun. Er ráðgert að Þór komi með Lagarfoss til Reykjavíkur í fyrramálið.