Þór kemur með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík

Varðskipið Þór kom með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík um áttaleytið í morgun. Verkefnið gekk vel og samkvæmt áætlun þrátt fyrir leiðindaveður í upphafi.

Lagarfoss er stærsta skip sem varðskipið Þór hefur dregið til þessa og sannaði varðskipið gildi sitt í þessu verkefni. Þór réði vel við skip af þessari stærðargráðu sem staðfestir mikilvægi þess að búa yfir öflugu björgunar- og dráttarskipi á hafinu við Ísland.

Meðfylgjandi myndir sýna er Þór kom með Lagarfoss til Reykjavíkur.

 
Hér sjást stærðarhlutföll skipanna á skemmtilegan hátt