Þrír hásetar á varðskipinu Þór ljúka bátastjórnunarnámskeiði
Nú á dögunum luku þrír ungir og vaskir hásetar á varðskipinu Þór bóklegu og verklegu námskeiði til að stjórna Norsafe bátum varðskipsins. Æfingar og kennsla hafa staðið yfir undanfarna mánuði og voru þeir kappar útskrifaðir með pomp og prakt um borð í Þór.
Hér eru þeir félagar ásamt skipherra og yfirstýrimanni á Þór. Frá vinstri talið: Halldór Benóný Nellett skipherra, hásetarnir Garðar Rafn Halldórsson, Bergþór Lund og Kristinn Jóhannsson og Páll Geirdal yfirstýrimaður.