Frakklandsforseti um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar
Francois Hollande forseti Frakklands flaug í dag ásamt fylgdarliði með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF. Með í för voru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, frú Dorrit Moussaieff forsetafrú og fylgdarlið.
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum á Reykjavíkurflugvelli og bauð þá velkomna um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tók þá áhöfn þyrlunnar, undir stjórn Benónýs Ásgrímssonar flugstjóra við og kynnti helstu öryggisatriði áður en haldið var af stað í stutta ferð þar sem forsetinn kynnti sér ástand íslenskra jökla og náttúrufar umhverfis þá.
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar heilsar Francois Hollande forseta Frakklands. |
Forsetarnir koma saman að þyrlu Landhelgisgæslunnar. |
Frakklandsforseti kemur sér fyrir í þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt umhverfisráðherra Frakklands, Ségolène Royal og aðstoðarmanni sínum. |
Íslensku forsetahjónin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. |
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur á móti forseta Frakklands að lokinni fróðlegri flugferð. |
Francois Hollande yfirgefur flugskýli Landhelgisgæslunnar, ánægður með þyrluflugið. |