Frakklandsforseti um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar

Francois Hollande forseti Frakklands flaug í dag ásamt fylgdarliði með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF. Með í för voru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, frú Dorrit Moussaieff forsetafrú og fylgdarlið.  

Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum á Reykjavíkurflugvelli og bauð þá velkomna um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tók þá áhöfn þyrlunnar, undir stjórn Benónýs Ásgrímssonar flugstjóra við og kynnti helstu öryggisatriði áður en haldið var af stað í stutta ferð þar sem forsetinn kynnti sér ástand íslenskra jökla og náttúrufar umhverfis þá.

 
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar heilsar Francois Hollande forseta Frakklands.
 
 Forsetarnir koma saman að þyrlu Landhelgisgæslunnar.
 
Frakklandsforseti kemur sér fyrir í þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt umhverfisráðherra Frakklands, Ségolène Royal og aðstoðarmanni sínum.
 
Íslensku forsetahjónin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.
 
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur á móti forseta Frakklands að lokinni fróðlegri flugferð.
 
 Francois Hollande yfirgefur flugskýli Landhelgisgæslunnar, ánægður með þyrluflugið.