Gönguferð dægradvalarklúbbs flugdeildar á Trölladyngju og Lambafell

Mánudagur 18. október 2004.

Dægradvalarklúbbur flugdeildar Landhelgisgæslunnar skipulagði gönguferð á Keili í dag.  Veðrið var frekar slæmt, rok og hiti við frostmark þannig að þáttaka var heldur dræm.  Aðeins mættu þrír starfsmenn Landhelgisgæslunnar.  Það voru þau Dóróthea Lárusdóttir fulltrúi í flugdeild, Sigurður Ásgeirsson þyrluflugstjóri og Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur.  Einnig mætti Guðjón Jóhannesson bakari og útivistarmaður, vinur Sigurðar.  Vegna veðurs og skyggnis var ákveðið að ganga frekar á Trölladyngju en Keili. Gönguferðin heppnaðist vel og tók alls tvo tíma með smá útúrdúr í sprungunni sem gengur í gegnum Lambafell. 

Það er von göngugarpanna að samstarfsmenn standi sig betur næst og láti ekki veður og vinda hamla för. 

Sjá meðfylgjandi myndir.

Mynd SÁ:  Dagmar, Dóróthea og Guðjón í sprungunni á Lambafelli. Áhöfn TF-LIF notar sprunguna stundum til sigæfinga. 

Mynd DS:  Sigurður lætur hvorki kulda né myrkur aftra sér.  Göngumenn þurftu að hafa lugtir á enninu til að sjá fram fyrir fæturnar á sér og notast var við gps-staðsetningartæki til að villast ekki í myrkrinu.