Óskað eftir þyrlu vegna sundmanns

Sunnudagur 18. júlí 2004.

Neyðarlínan hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 6:25 og lét vita að lögreglan óskaði eftir þyrlu vegna manns sem hafði sést stinga sér til sunds frá Sæbraut.  Talið var að hann synti í átt að Engey en ekki sást til hans lengur.

Þyrluáhöfn var þegar kölluð út með bráðaútkalli. Um 10 mínútum síðar var beiðni um þyrlu afturkölluð þar sem lögreglan hafði fundið manninn.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.