Maður slasaðist eftir bílveltu í Norðurárdal og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík

Sunnudagur 18. júlí 2004.

Neyðarlínan tilkynnti kl. 10:12 að bílslys hefði orðið við Fornahvamm í Norðurárdal.  Upplýsingar um slysið voru óljósar en talið var að fólk væri fast í bílnum og jafnvel óttast að bíllinn hefði farið út í ána. Þyrluáhöfn var þegar kölluð út og var ákveðið að stýrimaður í áhöfn þyrlunnar tæki með sér köfunarbúnað ef á þyrfti að halda.

Beiðni um þyrlu var afturkölluð kl. 10:30 eftir að læknir var kominn á staðinn og í ljós kom að ökumaðurinn var einn í bílnum og ekki alvarlega slasaður.  Beiðni um þyrlu var síðan endurtekin kl. 10:47 en þá hafði komið í ljós að maðurinn var meira slasaður en talið var í fyrstu.

TF-SIF fór í loftið kl. 10:55 og var komin á slysstað kl. 11:23.  Haldið var með hinn slasaða til Reykjavíkur þar sem þyrlan lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús kl. 11:53.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.