Færeyjaferð Ægis

Mánudagur 5. júlí 2004.

 

Nýlega var varðskipið Ægir við gæslustörf á Austfjarðarmiðum og var stefnan tekin á Færeyjar til að taka vistir og olíu.  Að sögn Halldórs Nellett skipherra á varðskipinu Ægi fór áhöfnin í stutta skoðunarferð um Þórshöfn og nágrenni.  Meðal annars var skoðuð fallbyssa sem talið er að sé af breska herskipinu Hood sem þýska orrustuskipið Bismarck sökkti vestur af Íslandi í maí 1941.  Byssan varðveittist þar sem hún hafði verið tekin af skipinu áður en það sökk.  Einnig voru tvær steinkirkjur frá 11. og 13. öld skoðaðar í bænum Kirkjubæ skammt frá Þórshöfn.

 

Sjá meðfylgjandi myndir sem teknar voru í ferðinni.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.

 

Fallbyssan, sem talið er að sé af breska herskipinu Hood, skoðuð í Þórshöfn.

Áhöfn Ægis fyrir framan steinkirkju frá 13. öld í Kirkjubæ nálægt Þórshöfn.

Halldór Nellett skipherra skoðar Guðbrandsbiblíu sem Íslendingar gáfu kirkjunni.

 

Pálmi Jónsson 2. stýrimaður á Ægi naut sín vel í predikunarstólnum og messaði yfir skipsfélögum sínum.  Rúnar Jónsson yfirvélstjóri hlustaði andaktugur á.

 

 

Gönguferð um Skansinn í Þórshöfn.