Fluttur með þyrlu eftir snjóbrettaslys á Snæfellsjökli

Sunnudagur 6. júní 2004.

Í dag sótti þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, mann sem lent hafði í snjóbrettaslysi á
Snæfellsjökli. Talið er að hann hafi orðið fyrir bakmeiðslum.

Læknir á Ólafsvík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:24 og óskaði
eftir þyrlu í viðbragðsstöðu. Hann var sjálfur á leið á slysstað.

Vegna meiðsla mannsins var ekki talið ráðlegt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús.
TF-LIF fór í loftið kl. 13:33 og var komin til Reykjavíkur með hinn slasaða kl. 14:35.
Hann var fluttur á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.