Ung kona flutt með þyrlu á sjúkrahús eftir bílveltu við Kirkjubæjarklaustur

Þriðjudagur 4. maí 2004.

Ung kona slasaðist alvarlega í bílveltu  rétt við Kirkjubæjarklaustur í gærkvöldi.  Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, flutti hana á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi.

Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð vegna slyssins. Áhöfn TF-LIF var kölluð út kl. 20:22 og fór þyrlan í loftið kl. 20:49.  Sjúkrabíll hélt af stað með hina slösuðu og beið þyrlunnar á flugvellinum á Skógum.   TF-LIF lenti þar kl. 21:27 og var konan flutt yfir í þyrluna.  TF-LIF lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 22:14.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.