Heimkoma áhafnar TF-LIF eftir vel heppnaða björgunaraðgerð

Þriðjudagur 9. mars 2004.
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá áhöfn TF-LIF eftir heimkomuna í dag eftir björgun áhafnar Baldvins Þorsteinssonar EA-10 í morgun.  Eins og kunnugt er var 16 manns bjargað úr skipinu sem strandaði í grennd við Skarðsfjöruvita. 
 
 
Í áhöfninni eru frá vinstri: 1. Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri, Jón Erlendsson flugvirki/spilmaður, Auðunn F. Kristinsson stýrimaður/sigmaður, Sigurður Heiðar Wiium flugmaður og Þengill Oddsson læknir.
 
 
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri var mættur út á flugvöll til að taka á móti áhöfninni og þakkaði henni fyrir vel heppnaða björgunaraðgerð.  Á myndinni heilsar hann nafna sínum Heiðarssyni, flugstjóra TF-LIF.
 
Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.